Láttu eftir þér að vera ævintýragjarn og beygðu útaf malbikinu!
Tjaldstæðið á Möðrudal býður ykkur velkomin í fjalladýrð og öræfakyrrð á hæsta byggða bóli á landsins. Tjaldstæðið er búið öllum helstu þægindum fyrir tjaldgesti jafnt sem húsbílaeigendur:
- Fjallakaffi/veitingar
- Rafmagn
- Internet @
- Losun ferðasalerna
- Eldunaraðstaða
- Sturtur
- Eldstæði
- Sparkvöllur/ leiktæki
- Frispý-gólf
- Stikaðar gönguleiðir
- Morgunverður í Fjallakaffi á 3290 kr.
Verð: 1.990 kr á mann
Rafmagn: 1.500 kr
Sturta: 500 kr
Frítt fyrir börn 15 ára og yngri.
Við viljum vekja sérstaka athygli á léttum gönguleiðum sem hafa verið merktar og stikaðar út frá Möðrudal. En þær eru tilvaldar í kvöldgöngur og náttúruskoðun.