Tilboð/Viðburðir

DAGAR MYRKURS Í MÖÐRUDAL 30.OKT – 1. NÓV

Húslestur og matarupplifun

Ævintýraleg upplifun í Möðrudal, hæsta byggða bóli landsins. Florian Hofer hinn listræni kokkur mun kitla bragðlauka þeirra sem leggja leið sína á Fjöllin þetta kvöld. Páll Pálson sagnamaður með meiru mun segja okkur frá áhugaverðum atburðum fyrri tíma sem tengjast Möðrudal og nágrenni. Þá verður Möðrudalskirkja opin og þar gefst gestum kostur á að eiga kyrrðarstund.

Hlökkum til að láta myrkrið umlykja okkur og njóta töfra öræfakyrrðarinnar.

Verð fyrir Húslestur og matarupplifun er 6.500 kr.

Sérstakt verð á gistingu og mat fyrir þá sem vilja njóta myrkursins í botn er 27.000 kr.
Innifalið í verði er gisting í tveggjamanna herbergi fyrir 2, þriggja rétta kvöldverður fyrir 2, húslestur og morgunverður fyrir 2.


Möðrudalur er rúmlega klukkustundar akstur frá Egilsstöðum, 45 min akstur frá Vopnafirði, tæpur klukkustundar akstur frá Mývatni, 1,5 klukkustund frá Húsavík og 2 tímar frá Akureyri.

Daginn eftir er upplagt að leggja leið sína að náttúruperlum í nágrenni Möðrudals og halda á næstu viðburði Daga myrkurs.

Florian Hofer
Florian Hofer