Veitingar

Fjallakaffi er allt í senn kaffihús,veitingasala og verslun staðarins. Þar bjóðum við uppá Möðrudalskleinur, ástarpunga, hjónabandssælu, jólakökur, vöfflur með rjóma og heimalagaðri rabbarbarasultu og fleira heimabakað þjóðlegt kaffibrauð.

Alla daga er hin íslenska kraftmikla kjötsúpa í hávegum höfð með heimabökuðu fjallagrasabrauði. Hráefnið í súpunni er af afurðum frá Möðrudal en grænmetið allt íslenskt úr næsta nágrenni og byggið og grænkálið sem notað er í súpuna er að sjálfsögðu lífrænt ræktað frá Móðir Jörð í Vallarnesi.

Á kvöldin er boðið uppá ljúffengar lambasteikur, léttreykta hryggi, hangikjöt, silung úr ám og vötnum Möðrudals, rabbarbaraböku, fjallagrasamjólk og fleiri krásir sem skoða má á matseðli.

Í Fjallakaffi má einnig finna hina ævintýralega þjóðlega rétt er nefnist sláturterta, sem er gamall þjóðlegur réttur í nýjum búningi.
Í Fjallakaffi er einnig fáanleg ýmis dagvara ásamt íslenskum ullarvörum og handverki ættuðum úr nágreninu.

Veislur
Í Fjallakaffi bjóðum við uppá veisluhald og samkomur af ýmsum gerðum og sníðum eftir þörfum hvers og eins. Starfsmannaferðir, hvataferðir, uppskeruhátíðir, afmæli, skírnaveislur og brúðkaup hafa verið haldin í Fjallakaffi í síauknu mæli síðustu ár.

Fundaraðstaða
Í Fjallakaffi bjóðum við uppá fundaraðstöðu fyrir allt að 50 manns. Við sjáum um veitingar, mat og alla þjónustu í kringum fundarhaldið með heimaunnum afurðum á þjóðlega vísu. Auk þess sem við bjóðum fundargestum uppá leiðsögn um sögu Möðrudals ef óskað er. Skjávarpi og tjald á staðnum.