Gisting

Höfum opnað 13 Tveggja og Þriggja manna herbergi með sér baði og notalegri sameiginlegri setustofu.


 

 

Baðstofa í burstabæ

Fyrir fjölskyldur og vinahópa sem langar að gista sér og upplifa eitthvað öðruvísi eru baðstofurnar okkar vænn kostur. Þar er að finna haganlega hannað gistirými með lokrekkjum þar sem andi liðinna alda svífur yfir öllum nútímaþægindunum. Rýmið er á tveim hæðum með baðherbergi og setustofu á neðrihæðinni en lokrekkjurnar eru á efri hæðinni. Hentar fyrir 3 – 5 manns.


 

 

Herbergi með sameiginlegri aðstöðu

Uppábúin rúm: Úrval af eins, tveggja og þriggjamanna herbergjum með sameiginleu baðherbergi og eldhúsaðstöðu í tveim húsum sem forðum hýstu búaliðið í Möðrudal.

Svefnpokaaðstaða: Nokkur herbergi í boði fyrir þá sem ferðast með sinn eigin svefnpoka. Sameiginlegt baðherbergi og eldhúsaðstaða.


 

 

Fjalladýrð Hostel

Hostel herbergin okkar eru nýjasta viðbótin okkar og henta öllum sem eru í lagi með að sofa í kojum.

Öll herbergin eru nýlega innréttuð og björt, rúmin eru með rúmfötum og sængum og þægilegum dýnum.

Gengið er inn í gott eldhús og borðkrók. Í samverunni geta gestir notið arnsins í notalegu umhverfi og síðast en ekki síst er aðgangur að gufubaði sem gæti verið nauðsynlegt eftir útivistardag.

Fyrir þá sem vilja smá næði bjóðum við einnig upp á einstaklingsherbergi með sér baðherbergi.


Tjaldstæði

Á tjaldsvæðinu okkar er pláss fyrir tjöld af öllum stærðum og gerðum sem og hjólhýsi, fellihýsi og ferðavagna. Salernishús og sturtur eru til staðar sem og krúttlegt torfhús þar sem finna má eldhúsaðstöðu. Síðast en ekki síst eru torfhúsin okkar sem henta vel fyrir þá sem vilja sofa úti en hafa eitthvað traustara en tjalddúk til þess að verja sig fyrir veðri og vindum. Torfhúsin eru tvö og hvort um sig hentar fyrir par.