Veiði Matur Náttúra

Veiði

Á tilheyrandi veiðitímabilum bjóðum við veiðimönnum, matgæðingum og náttúru unnendum uppá gistingu, mat og leiðsögn um veiðilendur Möðrudals. Ekkert jafnast á við endurnærandi veiðiferð í víðáttunni þar sem góður matur og fjallastemming ríkir að kvöldi dags.

Gönguleiðir

Út frá Möðrudal eru nokkrar áhugaverðar gönguleiðir, en þær eru stikaðar og merktar á kort sem hægt er að nálgast í Fjallakaffi.

Óhætt er að mæla með göngu í Hvannárgilið en þar er að finna sértæðan foss innst í gilinu. Þangað er tilvalið fyrir næturgesti að fara í kvöldgöngu og virða fyrir sér sólarlagið.