Herðubreiðarganga

Haldið verður frá Möðrudal að morgni dags og ekið um tveggja klukkustunda leið að uppgöngu Herðubreiðar sem er að vestanverðu í fjallinu. Gangan upp tekur um 3 ½ til 4 klst. en þar munum við njóta útsýnis góða stund og borða nesti áður en haldið verður niður aftur. Gangan niður tekur ca. 2 ½ klst. Að lokinni göngu verður haldið á næsta áfangastað, Herðubreiðarlindum. Þar njótum við öræfakyrrðarinnar við lindarnið og heyrum m.a. sögur af útilegumönnum sem þar dvöldu og enn má sjá glögg merki um. Því næst verður ekið yfir Lindaá og Grafarlandaá sem leið liggur uppá þjóðveg og til baka í Möðrudal. Áætlað er að ferðin í heild sinni taki um 12 klst.

Vinsamlegast athugið að lágmarksfjöldi til þess að staðfesta ferð er 4 manns.