Askja

Askja

Lagt verður af stað frá Möðrudal kl. 7:30 og ekið sem leið liggur yfir brúuð jökulfljótin tvö, Kreppu og Jökulsá á Fjöllum, í átt til Dyngjufjalla. Þau hafa að geyma náttúruvættið Öskju, þar sem mikil eldsumbrot hafa mótað þessa einstöku smíð fram á okkar daga. Þegar komið verður að Dyngjufjöllum munum við skoða hið kyngimagnaða Drekagil áður en við keyrum síðasta spölinn að Öskjuopinu. Þaðan göngum við um hálftíma gang á gólfi Öskju þar til við okkur blasir sjálft Öskjuvatn og sprengigígurinn Víti. Í Víti er vatnið ylvolgt og ekki úr vegi að baða sig þar og bera á sig meinhollan kísilinn sem þar er að finna. Næsti viðkomustaður er Herðubreiðarlindir en þar munum við njóta náttúrulífs og sérstöðu friðlandsins auk þess að skoða vistarverur eins frægasta útilegumanns Íslandssögunnar, Fjalla-Eyvindar.…
Read More
Herðubreiðarganga

Herðubreiðarganga

Haldið verður frá Möðrudal að morgni dags og ekið um tveggja klukkustunda leið að uppgöngu Herðubreiðar sem er að vestanverðu í fjallinu. Gangan upp tekur um 3 ½ til 4 klst. en þar munum við njóta útsýnis góða stund og borða nesti áður en haldið verður niður aftur. Gangan niður tekur ca. 2 ½ klst. Að lokinni göngu verður haldið á næsta áfangastað, Herðubreiðarlindum. Þar njótum við öræfakyrrðarinnar við lindarnið og heyrum m.a. sögur af útilegumönnum sem þar dvöldu og enn má sjá glögg merki um. Því næst verður ekið yfir Lindaá og Grafarlandaá sem leið liggur uppá þjóðveg og til baka í Möðrudal. Áætlað er að ferðin í heild sinni taki um 12 klst. Vinsamlegast athugið að lágmarksfjöldi til þess að staðfesta ferð er 4 manns. -
Read More
Kverkfjöll 12 tima ganga

Kverkfjöll 12 tima ganga

Dagurinn verður tekinn snemma í þessari ferð. Stigið verður uppí notalega jeppana klukkan sjö og ekið 2½ klst. leið um óbyggðirnar og stefnan tekin á Vatnajökul sjálfan. Við Kverkjökul munum við skoða hinn síbreytilega Íshelli sem áin Volga hefur átt þátt í að móta. Því næst göngum við yfir Kverkjökulinn í átt að Löngu Fönn en hún leiðir okkur að hinu einstæða hverasvæði sem er að finna  í jöklinum í um 1800 m hæð. Á leiðinni gefur að líta stórbrotinn skriðjökulinn þegar horft er ofan frá Vestari Kverkinni. Hveradalur bíður okkar ofarlega í Kverkfjöllunum, þar sem kyngikraftar náttúrunnar krauma og litafegurð og andstæður haldast í hendur svo ekki sé talað um útsýnið. M.a. sést yfir jökulfljótið, sem dreifir silfurþráðum sínum yfir svartan sandinn. Áætlað er að gangan taki um 8…
Read More